Sækja um Grænfána

Þegar skóli telur sig hafa tekið öll nauðsynleg skref að Grænfána og náð markmiðum sínum, sækir hann um Grænfánann. Umsókn þarf að fylgja eftirfarandi:

•    Umsóknareyðublað
•    Greinargerð þar sem fram kemur hvernig skrefin sjö voru stigin frá síðasta fána (eða frá því að skóli skráði sig í á græna grein sé hann að sækja um fyrsta fána)
•    Verkefni í verkefnakistu (kennari skráir sig inn og skráir verkefnið beint inn í verkefnakistuna)
•    Fundargerðir umhverfisnefndarfunda (stuttar og hnitmiðaðar)

Umsókn, greinargerð og fundargerðum skal skilað rafrænt á graenfaninn@landvernd.is. 
Starfsmaður Landverndar fer yfir umsóknina og finnur tíma til úttektar í kjölfarið. Í úttektinni styðjast starfsmenn við matsblað. Skólar þurfa ekki að fylla matsblaðið út, en það er ágætt að nota það til viðmiðunar t.d. við skrif á greinargerð. 

 

Úttektartímabil

Project Image

 

Myndin er tekin á afhendingu Grænfánans í leikskólanum Fífuborg í Reykjavík. 

Umsókn um Grænfána

Þegar skólinn hefur unnið að skrefunum sjö og telur sig hafa náð markmiðum sínum er tímabært að sækja um Grænfánann. Umsókn skal skila rafrænt á graenfaninn@landvernd.is.

Umsókn þarf að fylgja eftirfarandi:

Í greinargerðinni er vinna síðastliðinna tveggja ára reifuð og gera umsækjendur stuttlega grein fyrir hvernig unnið var með skrefin sjö.Project Image center-block

Í verkefnakistu Grænfánans er að finna fjölbreytt verkefni sem unnin hafa verið og þróuð af kennurum og starfsfólki í skólum á grænni grein. Verkefnin eru flokkuð eftir skólastigi, aldri og þemum. Í Grænfánaskólum er unnin brautryðjendavinna á sviðum menntunar til sjálfbærni og er verkefnakistan vettvangur til að deila verkefnum og nýta sér verkefni frá öðrum.

Til að skrá verkefni í verkefnakistu skráir viðkomandi sig inn á vef Grænfánans og skilar þar verkefninu beint inn í Verkefnakistuna.

Á fundum umhverfisnefndar er mælt með því að gerðar séu stuttar og hnitmiðaðar
fundargerðir jafnóðum, svo hægt sé að fylgjast með framvindu verkefna á milli funda.

 

Úttekt

Starfsmaður Landverndar fer yfir umsóknina og finnur tíma til úttektar í kjölfarið. Í úttektinni styðjast starfsmenn við matsblað sjá hér. Skólar þurfa ekki að fylla matsblaðið út, en það er ágætt að nota það til viðmiðunar t.d. við skrif á greinargerð.

Eftir að Landvernd hefur borist umsókn og greinargerð fer starfsfólk yfir gögn frá skólanum, metur hvort þau eru fullnægjandi og gerir tillögur um úrbætur ef þörf er á. Horft er á hvort greinargerðin er heilsteypt og markviss, sýni þróun, segi frá því sem hefur gengið vel og illa og frá vandamálum og lausnum. Einnig er horft til þess hvort og hvernig nemendur komu að starfinu og hvort unnið hafi verið lýðræðislega.

Starfsmenn Landvernda heimsækja síðan skólann, skoða hann og það starf sem þar hefur verið unnið.Í úttekt gefst tækifæri til að ræða um tækifæri og hindranir verkefnisins í skólanum og geta starfsmenn Skóla á grænni aðstoðað, frætt og komið með hugmyndir að lausnum. Úttekt tekur um tvo tíma og fer yfirleitt fram með eftirfarandi hætti:

a) Fundur með umhverfisnefnd: Rætt er um hvernig til tókst á tímabilinu, hvernig skrefin voru stigin og hvað var gott og hvað megi betur fara. Horft er til þess hvort þátttaka í verkefninu virðist almenn í skólanum og hvort nemendur séu virkir, sýni áhuga og hafi framtíðarsýn. Einnig hvort markmiðum hafi verið náð að mestu, en mikilvægt er að þau hafi í upphafi verið sett fram á skýran og tiltölulega vel mælanlegan hátt.

b) Skólinn skoðaður: Skoðað er hvort vinna skólans í sjálfbærni og umhverfismálum sé sýnileg t.d. með markmiðum, umhverfissátmála og stefnu á áberandi stað ásamt verkefnum sem tengjast sjálfbærni eða umhverfismálum.

c) Spjallað við nemendur: Spjallað við hóp nemenda um Grænfánann og um vinnu þeirra í verkefninu.

Í kjölfar úttektar sendir starfsmaður Skóla á grænni grein skólanum skriflega endurgjöf þar sem farið er yfir hvað hefur gengið vel og hvort það sé eitthvað sem mætti bæta, og þá með tillögum hvernig.