Grænfáninn

Fyrsti framhaldsskólinn til að hljóta Grænfánann

Grænfáninn dreginn að húni. Menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ásamt fulltrúm FÁ og Landverndar.

Fjölbrautarskólinn við Ármúla er fyrsti framhaldsskólinn sem hlýtur Grænfánann. Hann hefur tekið þátt í verkefninu frá því í mars 2005. Fjöldi nemenda er yfir 1000 og fjöldi kennara og starfsmanna er yfir 100. Þetta er því stærsti skólinn hér á landi sem hefur tekið þátt í verkefninu.

Frá því skólinn var skráður í Grænfánaverkefnið hefur mörgum þeirra markmiða sem skólinn setti sér verið náð, með flokkun sorps, notkun hreinsiefna hefur verið minnkuð til muna og ljósaperum hefur verið skipt út fyrir sparperur þegar skipta hefur þurft um perur. Einnig hefur verið komið upp vatnshana í sal hjá nemendum til að stuðla að aukinni vatnsdrykkju og um leið minni neyslu gosdrykkja/ávaxtasafa/kaffis. Þetta leiðir til betri heilsu og minna sorps vegna drykkjaríláta.

Fjölbrautaskólinn við Ármúla hefur sýnt fram á að nemendur og starfsfólk skólans hafa viðhaldið öflugu og markvissu starfi í þeim tilgangi að vernda umhverfið og hafa sett sér ný markmið til að stefna næstu tvö ár. Fjölbrautaskólinn við Ármúla verðskuldar því að flagga Grænfánanum og vonandi verður hann öðrum framhaldsskólim til fyrirmyndar.

Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um góða fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Fánann fá skólar í kjölfar þess að hafa leyst fjölþætt verkefni sem efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál. Verkefnin eru bæði til kennslu og til að bæta daglegan rekstur skóla. Þau efla þekkingu nemenda og skólafólks og styrkja grunn að því að tekin sé ábyrg afstaða og innleiddar raunhæfar aðgerðir í umhverfismálum skóla. Jafnframt sýnir reynslan í Evrópu að skólar sem taka þátt í verkefninu geta sparað talsvert í rekstri. Nú Fáninn er veittur til tveggja ára í senn. Nú eru 69 skólar í verkefninu Skólar á grænni grein og þar af hafa nú með FÁ 33 skólar fengið Grænfánann.

Að baki Grænfánanum stendur Sjálfseignarstofnun sem heitir Foundation for Environmental Education (FEE) og var stofnuð árið 1981. Landvernd á aðild að FEE og hefur umsjón með Grænfánanum á Íslandi. Verkefnið nýtur stuðnings bæði menntamálaráðuneytis og umhverfisráðuneytis. Þá styðja fyrirtækin Flugfélag Íslands og Alcoa Grænfánann.Glaðbeittur hópur eftir að hafa dregið Grænfánann að húni. Sigrún Helgadóttir, verkefnisstjóri Grænfánans, Heiða Björk Sturludóttir, sem stjórnaði verkefninu í FÁ, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landverndar. Fyrir aftan stendur Gísli Ragnarsson, skólastjóri FÁ .

Tögg

Vista sem PDF

Eldri greinar

Lífríki Tjarna 7 days ago
Hreinsum Ísland: Verkefnahugmyndir um plastmengun í sjó 11 days ago
Búningagerð í Blásölum 203 days ago
„Ekki lengur grænjaxlar: Hvert nú?“ 240 days ago
Janúarfréttabréf Skóla á grænni grein 240 days ago
Rúm fyrir syfjaða bangsa 260 days ago
Ekki lengur grænjaxlar: Hvert nú? 289 days ago
Caitlin Wilson 295 days ago
Fjölbrautaskólinn við Ármúla fær sinn sjötta Grænfána 305 days ago
Hljóðvist 312 days ago
Grænfánaráðstefnan 2017 319 days ago
Haustfréttabréf Grænfánans 319 days ago
Margrét Hugadóttir 332 days ago
Varðliðar umhverfisins árið 2016 1 years 149 days ago
Verkefnasamkeppnin Varðliðar umhverfisins 1 years 232 days ago
Baráttan gegn matarsóun 1 years 232 days ago
Jólafréttabréf Skóla á grænni grein 2015 1 years 279 days ago
Landshlutafundir 2015 1 years 343 days ago
Óskað eftir verkefnum í Varðliða umhverfisins 2 years 222 days ago
Óskað eftir vinaskóla á Íslandi 2 years 230 days ago
Opnun rafrænnar verkefnakistu og Grænfánaafhending í FÁ - myndband 2 years 239 days ago
Opnun rafrænnar verkefnakistu og Grænfánaafhending í Fjölbrautaskólanum við Ármúla 2 years 244 days ago
Jólagjöf Landverndar - verkefnakista 2 years 273 days ago
Jólafréttabréf Skóla á grænni grein 2 years 279 days ago
Katrín Magnúsdóttir 3 years 237 days ago
Nú er um að gera að senda inn umsóknir vegna Grænfána 3 years 249 days ago
Ráðstefnan Byggjum á grænum grunni 2013 3 years 308 days ago
Ráðstefnan Byggjum á grænum grunni í Hörpu 3 years 312 days ago
Landvernd óskar eftir starfsmanni í Grænfánaverkefnið 4 years 70 days ago
Kvennaskólinn í Reykjavík flaggar sínum fyrsta Grænfána 4 years 318 days ago
Í tilefni af degi íslenskrar náttúru 5 years 3 days ago
Giljaskóli flaggar sínum fyrsta fána 5 years 3 days ago
Stór dagur í Dalvíkurbyggð 5 years 30 days ago
Flúðir fagna Grænfánanum á Vorhátíð 5 years 30 days ago
Varmárskóli tekur við Grænfánanum á 50 ára afmælinu 5 years 30 days ago
Salaskóli fagnar í fjórða sinn. 5 years 132 days ago
Varðliðar umhverfisins 2012 5 years 150 days ago
Þriðji Grænfáninn í höfn í Álfaheiði 5 years 151 days ago
Grænfáninn afhentur Síðuskóla í fjórða sinn 5 years 151 days ago
Fyrsti grænfáninn á Kópasteini 5 years 177 days ago
Leikbær flaggar í fyrsta sinn 5 years 178 days ago
Dagatal Sorpu 2012 5 years 221 days ago
Varðliðar umhverfisins 2012 5 years 229 days ago
Nú blaktir Grænfáninn við hún á Laugarbakka og Hvammstanga 5 years 234 days ago
Akurskóli fagnar Grænfána á Narfakotseylu 5 years 234 days ago
Vatnsendaskóli fagnar öðrum fána 5 years 234 days ago
Skólar á grænni grein orðnir ríflega 200 5 years 236 days ago
Starfið er margt - ársskýrslan 8 years 344 days ago
Teiknimyndasamkeppninni breytt 8 years 344 days ago
Síðustu tölur og enn einn fáninn 8 years 344 days ago
Íslendingar á Spáni - fréttabréf Eco-Schools 8 years 344 days ago
Úrslit í teiknimyndasamkeppninni 8 years 344 days ago
Fyrsti framhaldsskólinn til að hljóta Grænfánann 11 years 8 days ago
Grænfáninn blaktir víða 11 years 130 days ago
Grænfáninn í Fálkaborg 11 years 168 days ago
Grænfáninn 12 years 122 days ago
Leikskólinn Steinahlíð fær Grænfánann 12 years 131 days ago
Grænfáninn blaktir á Seltjarnarnesi 12 years 299 days ago
Þykkvabæjarskóli og Lindaskóli með grænan fána 14 years 116 days ago