Grænfáninn

Nú blaktir Grænfáninn við hún á Laugarbakka og Hvammstanga

2.2.2012

Nú blaktir Grænfáninn við hún á Laugarbakka og Hvammstanga, nemendum og starfsfólki Grunnskóla Húnaþings vestra eru færðar þakkir fyrir árangurinn. Nemendur eiga sérstaklega heiður skilinn fyrir öflugt framtak þeirra, næmi á nýungar, lausnir og framkvæmd. Verkefnið hefur vakið athygli vefmiðla eins og Norðanáttar (nordanatt.is) og einnig hefur umhverfisstjóri sett inn pistil á heimasíðu Húnaþings vestra .
Umhverfisnefnd skólans hefur borið hita og þunga af framkvæmd verkefnisins og verður áfram í lykilhlutverki að leiða skólann og samfélagið allt í átt til aukinnar umhverfisvitundar.

Hér að neðan er pistill sem Hafdís Brynja Þorsteinsdóttir setti saman fyrir hönd umhverfisnefndar Grunnskóla Húnaþings vestra og birtist á heimasíðu skólans  http://www.skolatorg.is/kerfi/hunathingvestra/skoli/.

6. janúar síðastliðinn var stór dagur í sögu Grunnskóla Húnaþings vestra því að þann dag veittum við viðtöku fyrsta Grænfánanum okkar sem er alþjóðleg viðurkenning á verkefni sem að Landvernd stendur fyrir.
Upphaf þátttöku okkar í verkefninu má rekja til þess að fyrrverandi skólastjóri okkar Ágúst Jakobsson boðaði þrjá kennara á fund þann 12. mars 2007 og sagði þeim frá áhuga sínum á Grænfánaverkefninu.
Skólastjóraskipti urðu við skólann og haustið 2008 tók nýr skólastjóri Sigurður Þór Ágústsson til starfa. Á vorönn 2009 kallar hann kennarana þrjá sem áður höfðu farið yfir gátlistana saman og tilkynnir þeim að verkefnið verði aftur sett í gang. Í framhaldinu ákveða kennararnir að fara og heimsækja 2 skóla sem voru búnir að fá Grænfánann og skoða aðstæður þar.
Verkefnið fór nú kannski hægt af stað en það var nú það sem að okkur hafði verið ráðlagt að gera.
Fyrstu skrefin voru að spara og flokka pappír og spara rafmagn og vatn
Árangurinn lét ekki á sér standa. Rafmagnsreikningar lækkuðu svo eftir var tekið og ekki var lengur þörf á einum ruslagám við skólann.
Síðastliðinn vetur var svo settur fullur kraftur í verkefnið. Fundað var í bekkjum og með fulltrúum nemenda og hugmyndir krakkanna voru notaðar á vordögunum sem voru að miklum hluta helgaðir Grænfána.
Einnig tekur skólinn þátt í hjálparstarfi A B C barnaþorpanna.
Meðal þess sem við tókum okkur fyrir hendur á vordögum var að hreinsa frá trjám, setja niður kartöflur bæði á Laugarbakka og Hvammstanga, fara í heimsókn í Hirðu, gera upp Hænsnahöllina, unga út hænueggjum, endurvinna pappír, og halda orkudag.
Hugmyndin með Orkudaginn vakti mikla hrifningu hjá Orra Páli Jóhannssyni starfsmanni Landverndar. Fannst honum mjög skemmtilegt að sumir nemendur og starfsfólk skuli hafa gengið, hjólað og farið á hestum til sinna starfa og að aðrir íbúar sveitarfélagsins hafi verið hvattir til þess sama.
Orri Páll mætti sjálfur og afhenti okkur fánann. Hann hafði líka komið þann 14. desember síðastliðinn til að taka út hvort skólinn væri tilbúinn til að fá þessa viðurkenningu Hann hefur sannarlega verið okkur ákaflega hjálplegur á þessum fyrstu skrefum verkefnisins.
Fánar voru afhentir bæði á Laugarbakka og Hvammstanga. Orri Páll flutti tölu á báðum stöðum og einnig Rakel Ósk Ólafsdóttir og Jón Freyr Gíslason nemendur í 10. bekk sem bæði eru fulltrúar í umhverfisnefnd skólans.
Núna eru næstu skrefin að kalla saman umhverfisnefndina aftur og setja okkur ný markmið fyrir þetta nýbyrjaða ár því ekki ætlum við að láta deigan síga þar sem fáninn okkar blaktir við hún og hvetur okkur til frekari góðra verka.
Eins og krakkarnir sögðu: Áfram við!

Tögg

Vista sem PDF

Eldri greinar

Lífríki Tjarna 7 days ago
Hreinsum Ísland: Verkefnahugmyndir um plastmengun í sjó 11 days ago
Búningagerð í Blásölum 203 days ago
„Ekki lengur grænjaxlar: Hvert nú?“ 240 days ago
Janúarfréttabréf Skóla á grænni grein 240 days ago
Rúm fyrir syfjaða bangsa 260 days ago
Ekki lengur grænjaxlar: Hvert nú? 289 days ago
Caitlin Wilson 295 days ago
Fjölbrautaskólinn við Ármúla fær sinn sjötta Grænfána 305 days ago
Hljóðvist 312 days ago
Grænfánaráðstefnan 2017 319 days ago
Haustfréttabréf Grænfánans 319 days ago
Margrét Hugadóttir 332 days ago
Varðliðar umhverfisins árið 2016 1 years 149 days ago
Verkefnasamkeppnin Varðliðar umhverfisins 1 years 232 days ago
Baráttan gegn matarsóun 1 years 232 days ago
Jólafréttabréf Skóla á grænni grein 2015 1 years 279 days ago
Landshlutafundir 2015 1 years 343 days ago
Óskað eftir verkefnum í Varðliða umhverfisins 2 years 222 days ago
Óskað eftir vinaskóla á Íslandi 2 years 230 days ago
Opnun rafrænnar verkefnakistu og Grænfánaafhending í FÁ - myndband 2 years 239 days ago
Opnun rafrænnar verkefnakistu og Grænfánaafhending í Fjölbrautaskólanum við Ármúla 2 years 244 days ago
Jólagjöf Landverndar - verkefnakista 2 years 273 days ago
Jólafréttabréf Skóla á grænni grein 2 years 279 days ago
Katrín Magnúsdóttir 3 years 237 days ago
Nú er um að gera að senda inn umsóknir vegna Grænfána 3 years 249 days ago
Ráðstefnan Byggjum á grænum grunni 2013 3 years 308 days ago
Ráðstefnan Byggjum á grænum grunni í Hörpu 3 years 312 days ago
Landvernd óskar eftir starfsmanni í Grænfánaverkefnið 4 years 70 days ago
Kvennaskólinn í Reykjavík flaggar sínum fyrsta Grænfána 4 years 318 days ago
Í tilefni af degi íslenskrar náttúru 5 years 3 days ago
Giljaskóli flaggar sínum fyrsta fána 5 years 3 days ago
Stór dagur í Dalvíkurbyggð 5 years 30 days ago
Flúðir fagna Grænfánanum á Vorhátíð 5 years 30 days ago
Varmárskóli tekur við Grænfánanum á 50 ára afmælinu 5 years 30 days ago
Salaskóli fagnar í fjórða sinn. 5 years 132 days ago
Varðliðar umhverfisins 2012 5 years 150 days ago
Þriðji Grænfáninn í höfn í Álfaheiði 5 years 151 days ago
Grænfáninn afhentur Síðuskóla í fjórða sinn 5 years 151 days ago
Fyrsti grænfáninn á Kópasteini 5 years 177 days ago
Leikbær flaggar í fyrsta sinn 5 years 178 days ago
Dagatal Sorpu 2012 5 years 221 days ago
Varðliðar umhverfisins 2012 5 years 229 days ago
Nú blaktir Grænfáninn við hún á Laugarbakka og Hvammstanga 5 years 234 days ago
Akurskóli fagnar Grænfána á Narfakotseylu 5 years 234 days ago
Vatnsendaskóli fagnar öðrum fána 5 years 234 days ago
Skólar á grænni grein orðnir ríflega 200 5 years 236 days ago
Starfið er margt - ársskýrslan 8 years 344 days ago
Teiknimyndasamkeppninni breytt 8 years 344 days ago
Síðustu tölur og enn einn fáninn 8 years 344 days ago
Íslendingar á Spáni - fréttabréf Eco-Schools 8 years 344 days ago
Úrslit í teiknimyndasamkeppninni 8 years 344 days ago
Fyrsti framhaldsskólinn til að hljóta Grænfánann 11 years 8 days ago
Grænfáninn blaktir víða 11 years 130 days ago
Grænfáninn í Fálkaborg 11 years 168 days ago
Grænfáninn 12 years 122 days ago
Leikskólinn Steinahlíð fær Grænfánann 12 years 131 days ago
Grænfáninn blaktir á Seltjarnarnesi 12 years 299 days ago
Þykkvabæjarskóli og Lindaskóli með grænan fána 14 years 116 days ago