Grænfáninn

Óskað eftir verkefnum í Varðliða umhverfisins

Óskað er eftir verkefnum til þátttöku í hinni árlegu verkefnasamkeppni, Varðliðum umhverfisins. Þetta er í 9. sinn sem samkeppnin er haldin meðal grunnskólabarna í 5. til 10. bekk. Markmið keppninnar er að hvetja ungt fólk til góðra verka í umhverfisvernd, vekja athygli á sýn ungs fólks á umhverfismál og kalla eftir leiðsögn yngri kynslóðarinnar á því sviði. 

Að verkefnasamkeppninni standa umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Landvernd og Náttúruskóli Reykjavíkur.

Skilafrestur verkefna er til 27. mars 2015 og þau skal senda umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, Skuggasundi 1, 101 Reykjavík, merkt ,,Varðliðar umhverfisins”. Dómnefnd skipuð fulltrúum umhverfis- og auðlindarráðuneytisins, Landverndar og Náttúruskóla Reykjavíkur velur úr innsendum verkefnum og tilnefnir Varðliða umhverfisins.

Verkefnin mega vera af fjölbreyttum toga, t.d. ritgerðir, ljósmyndir, ljóð, veggspjöld, bæklingar, myndbönd og hljóðverk. Í stuttu máli er frjálst að skila inn verkefnum í hvaða formi sem er svo lengi sem þau eru sannarlega unnin af nemendunum sjálfum og umfjöllunarefni þeirra eru umhverfismál í víðum skilningi þess orðs.

Samkeppnin er kjörið tækifæri fyrir nemendur og kennara að koma á framfæri verkefnum sem þeir fyrrnefndu hafa þegar unnið í skólanum því ekki er skilyrði að verkefnin séu sérstaklega unnin fyrir samkeppnina.

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigrún Magnúsdóttir, útnefnir Varðliða umhverfisins við hátíðlega athöfn í tengslum við Dag umhverfisins, 25. apríl en auk þess fá varðliðarnir glaðning í formi upplifunar af einhverju tagi í samráði við skóla þeirra. Allir þátttakendur í verkefninu fá viðurkenningarskjal.

Í fyrra voru nemendur í Hvolsskóla útnefndir Varðliðar umhverfisins fyrir mælingar sem sjöundu bekkingar hafa gert á jökulsporði Sólheimajökuls frá árinu 2007 með hjálp GPS punkta.

Nánari upplýsingar um keppnina eru hér á heimasíðu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins

Tögg

Vista sem PDF

Eldri greinar

Lífríki Tjarna 33 days ago
Hreinsum Ísland: Verkefnahugmyndir um plastmengun í sjó 37 days ago
Búningagerð í Blásölum 229 days ago
„Ekki lengur grænjaxlar: Hvert nú?“ 266 days ago
Janúarfréttabréf Skóla á grænni grein 266 days ago
Rúm fyrir syfjaða bangsa 286 days ago
Ekki lengur grænjaxlar: Hvert nú? 315 days ago
Caitlin Wilson 321 days ago
Fjölbrautaskólinn við Ármúla fær sinn sjötta Grænfána 331 days ago
Hljóðvist 338 days ago
Grænfánaráðstefnan 2017 345 days ago
Haustfréttabréf Grænfánans 345 days ago
Margrét Hugadóttir 358 days ago
Varðliðar umhverfisins árið 2016 1 years 175 days ago
Verkefnasamkeppnin Varðliðar umhverfisins 1 years 258 days ago
Baráttan gegn matarsóun 1 years 258 days ago
Jólafréttabréf Skóla á grænni grein 2015 1 years 305 days ago
Landshlutafundir 2015 2 years 4 days ago
Óskað eftir verkefnum í Varðliða umhverfisins 2 years 248 days ago
Óskað eftir vinaskóla á Íslandi 2 years 256 days ago
Opnun rafrænnar verkefnakistu og Grænfánaafhending í FÁ - myndband 2 years 265 days ago
Opnun rafrænnar verkefnakistu og Grænfánaafhending í Fjölbrautaskólanum við Ármúla 2 years 270 days ago
Jólagjöf Landverndar - verkefnakista 2 years 299 days ago
Jólafréttabréf Skóla á grænni grein 2 years 305 days ago
Katrín Magnúsdóttir 3 years 263 days ago
Nú er um að gera að senda inn umsóknir vegna Grænfána 3 years 275 days ago
Ráðstefnan Byggjum á grænum grunni 2013 3 years 334 days ago
Ráðstefnan Byggjum á grænum grunni í Hörpu 3 years 338 days ago
Landvernd óskar eftir starfsmanni í Grænfánaverkefnið 4 years 96 days ago
Kvennaskólinn í Reykjavík flaggar sínum fyrsta Grænfána 4 years 344 days ago
Í tilefni af degi íslenskrar náttúru 5 years 29 days ago
Giljaskóli flaggar sínum fyrsta fána 5 years 29 days ago
Stór dagur í Dalvíkurbyggð 5 years 56 days ago
Flúðir fagna Grænfánanum á Vorhátíð 5 years 56 days ago
Varmárskóli tekur við Grænfánanum á 50 ára afmælinu 5 years 56 days ago
Salaskóli fagnar í fjórða sinn. 5 years 158 days ago
Varðliðar umhverfisins 2012 5 years 177 days ago
Þriðji Grænfáninn í höfn í Álfaheiði 5 years 177 days ago
Grænfáninn afhentur Síðuskóla í fjórða sinn 5 years 177 days ago
Fyrsti grænfáninn á Kópasteini 5 years 203 days ago
Leikbær flaggar í fyrsta sinn 5 years 204 days ago
Dagatal Sorpu 2012 5 years 247 days ago
Varðliðar umhverfisins 2012 5 years 255 days ago
Nú blaktir Grænfáninn við hún á Laugarbakka og Hvammstanga 5 years 260 days ago
Akurskóli fagnar Grænfána á Narfakotseylu 5 years 260 days ago
Vatnsendaskóli fagnar öðrum fána 5 years 260 days ago
Skólar á grænni grein orðnir ríflega 200 5 years 262 days ago
Starfið er margt - ársskýrslan 9 years 5 days ago
Teiknimyndasamkeppninni breytt 9 years 5 days ago
Síðustu tölur og enn einn fáninn 9 years 5 days ago
Íslendingar á Spáni - fréttabréf Eco-Schools 9 years 5 days ago
Úrslit í teiknimyndasamkeppninni 9 years 5 days ago
Fyrsti framhaldsskólinn til að hljóta Grænfánann 11 years 34 days ago
Grænfáninn blaktir víða 11 years 156 days ago
Grænfáninn í Fálkaborg 11 years 194 days ago
Grænfáninn 12 years 148 days ago
Leikskólinn Steinahlíð fær Grænfánann 12 years 157 days ago
Grænfáninn blaktir á Seltjarnarnesi 12 years 325 days ago
Þykkvabæjarskóli og Lindaskóli með grænan fána 14 years 142 days ago