Menntun til sjálfbærni

Hugmyndir og hjálpargögn

Skólar á grænni grein eru stærsta innleiðingartæki menntunar til sjálfbærni í heiminum í dag. Á þessari síðu má finna námsefni sem tengist þemum verkefnisins á einhvern hátt. Í Skólum á grænni grein á Íslandi leynist mikill mannauður og deilum við hugmyndum sem reynst hafa vel í skólum um allt land. 

Af stað með úrgangsforvarnir: Námsefni frá Norrænu ráðherranefndinni

Út er komið námsefni frá Norrænu ráðherranefndinni sem nefnist „Af stað með úrgangsforvarnir“.

Úrgangsforvarnir fela í sér að:

  • Draga úr magni úrgangs með breyttri notkun, endurnýtingu eða lengri líftíma vöru
  • Minnka magn skaðlegra efnasambanda í efnum og vörum

Markmið námsefnisins er að auka skilning á umhverfisáhrifum neyslu og úrgangsmyndunar bæði staðbundið og hnattrænt. 

Höfuðáhersla er lögð á að koma í veg fyrir myndun úrgangs, nýta auðlindir sem best og koma í veg fyrir framleiðslu ónauðsynlegs varnings. 

Rafbækur

Nemendahefti

Kennsluleiðbeiningar

Pdf-útgáfa

Á ráðstefnu Skóla á grænni grein þann 10. febrúar 2017 kynntu Margrét Hugadóttir, sérfræðingur hjá Skólum á grænni grein og dr. Rannveig Magnúsdóttir, verkefnastjóri hjá Landvernd námsefnið. Skoða kynningu.


Tögg
Urgangsforvarnir_vef.jpg 

Vista sem PDF