Menntun til sjálfbærni


Hvað eru Skólar á grænni grein?

Skólar á grænni grein (Eco-Schools) eru alþjóðlegt verkefni sem menntar milljónir nemenda í 67 löndum víðsvegar um heim í sjálfbærni og umhverfisvernd. Verkefnið byggir á lýðræðismenntun og getu til aðgerða.

Skólar á grænni grein fylgja sjö skrefa ferli sem efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál. Ef skólinn nær markmiðum sínum fær hann að flagga grænfánanum til tveggja ára og fæst sú viðurkenning endurnýjuð ef skólarnir halda áfram góðu starfi.

Verkefnið hefur víðtæk áhrif og taka skólar ábyrga afstöðu í málum sem snerta umhverfið. Með því að innleiða raunhæfar aðgerðir og vinna á markvissan hátt að sjálfbærni í skólanum sýnir reynslan að skólar geta sparað talsvert í rekstri.

Refurinn, eða tófan, er lukkudýr Skóla á grænni grein. Hann er mjög umhverfisvænneins og reyndar flestir refirog er mjög vel sér í því hvernig verkefnið Skólar á grænni grein gengur fyrir sig. Hann er þess vegna tilvalinn til aðstoða við kynningu á verkefninu innan skólanna.

Markmið Skóla á grænni grein eru að;

Bæta umhverfi skólans, minnka úrgang og notkun á vatni og orku.

Efla samfélagskennd innan skólans.

Auka umhverfisvitund með menntun og verkefnum innan kennslustofu og utan.

Styrkja lýðræðisleg vinnubrögð við stjórnun skólans þegar teknar eru ákvarðanir sem varða nemendur.

Veita nemendum menntun og færni til að takast á við umhverfismál.


Project Image

Project Image


Project Image

Project Image

Project Image

 


Skólar á heimsvísu


Skólar á Íslandi

Skrefin sjö