Fréttir

Katrín Magnúsdóttir    3.2.2016
Katrín Magnúsdóttir

Á tímabilinu 11. nóvember 2015 – 23. mars 2016 geta bekkir í öllum grunnskólum á Norðurlöndunum tekið þátt í Baráttunni gegn matarsóun. Baráttan er hvatning til skóla til að stuðla að minni matarsóun. Þegar bekkir skrá sig til leiks keppa þeir við skóla á Norðurlöndunum í því að minnka matarsóun - til verndar umhverfinu. Skráning og frekari upplýsingar er að finna á www.nordeniskolen.org. Baráttan gegn matarsóun er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni og er þátttaka ókeypis. Á síðunni er einnig að finna námsefni sem tengist sjálfbærari framtíð hvað viðkemur landbúnaði, skógrækt, fiskveiðum og skepnuhaldi. Námsefnið er ætlað nemendum á aldrinu 12-14 ára á öllum Norðurlöndum.

BarattaMatarsoun.png
Tögg

Vista sem PDF