Fréttir

Grænfáninn Landvernd    19.5.2006
Grænfáninn Landvernd

Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um góða fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Fánann fá skólar í kjölfar þess að hafa leyst fjölþætt verkefni sem efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál. Verkefnin eru bæði til kennslu og til að bæta daglegan rekstur skóla. Þau efla þekkingu nemenda og skólafólks og styrkja grunn að því að tekin sé ábyrg afstaða og innleiddar raunhæfar aðgerðir í umhverfismálum skóla. Jafnframt sýnir reynslan í Evrópu að skólar sem taka þátt í verkefninu geta sparað talsvert í rekstri. Fáninn er veittur til tveggja ára í senn.


Ráðherrar í umhverfisráði Fossvogskóla breiða úr Grænfánanum og velta fyrir sér merkingu hans.

Að baki Grænfánanum stendur Sjálfseignarstofnun sem heitir Foundation for Environmental Education (FEE) og var stofnuð árið 1981. Landvernd á aðild að FEE og hefur umsjón með Grænfánanum á Íslandi. Verkefnið nýtur stuðnings bæði menntamálaráðuneytis og umhverfisráðuneytis. Þá styðja fyrirtækin Flugfélag Íslands og Alcoa Grænfánann.

Frekari upplýsingar um Grænfánann er að finna á undir Grænfánaflipanum.


Vista sem PDF