Myndbönd Fyrirlestrar Hvað er vistheimt? 12.12.2013 Katrín Magnúsdóttir 12.12.2013 Katrín Magnúsdóttir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar fjallar í fyrirlestri sínum um vistheimtarverkefni Landverndar, en það er þróunarverkefni þar sem unnið er með Grænfánaskólum á Suðurlandi, Landgræðslunni og Landgræðsluskóla Sameinuðu þjóðanna. Verkefnið snýst um vistheimt og mikilvægi hennar fyrir stöðvun jarðvegseyðingar, vernd líffræðilegrar fjölbreytni og baráttuna við loftslagsbreytingar. Nemendur munu sjálfir setja upp tilraunasvæði í vistheimt á örfoka landi á Suðurlandi, sjá um að sá eða bera á áburð í tilraunareitina og fylgjast með breytingum á gróður- og dýrasamfélögum. Verkefnið gæti í framtíðinni orðið líkan að umhverfisfræðslu í skólastarfi á Íslandi. Tögg Byggjum á grænum grunni Vistheimt Vistheimtarverkefni Vista sem PDF