Fréttir

Jólafréttabréf Skóla á grænni grein 2015

Katrín Magnúsdóttir    18.12.2015
Katrín Magnúsdóttir

Nú er árið senn á enda og hefur ýmislegt á dagana drifið hjá Skólum á grænni grein. Það sem helst ber að nefna eru breytingar sem áttu sér stað á árinu og voru kynntar á landshlutafundum nú í haust. Nánar má lesa um breytingarnar og landshlutafundina í fréttabréfinu hér að neðan. Úttektir og afhendingar fóru fram á landinu öllu í ár sem endranær og hefur fjöldi þeirra haldist nokkuð stöðugur á milli ára. Við óskum þeim skólum sem fengu Grænfánann afhentan í ár innilega til hamingju með vel unnin störf!

Að lokum viljum við óska ykkur öllum gleðilegra jóla með kærri þökk fyrir samstarfið á árinu!

Skoða jólabréf Grænfánans

Tögg

Vista sem PDF