Fréttir

Landshlutafundir 2018

Katrín Magnúsdóttir    19.10.2018
Katrín Magnúsdóttir

Dagskrá

Yfirskrift fundarins í ár er Sjálfbærnimenntun – fræða en ekki hræða og verður sjálfbærnimenntun því höfð að leiðarljósi. Þátttakendum verður kynnt hvað felst í hugmyndafræðinni og taka þeir þátt í praktískum dæmum og æfingum. Þátttakendur fá einnig að kynnast getu til aðgerða og umbreytandi námi, en hvort tveggja eru lykilþættir í aðferðafræði sjálfbærnimenntunar og Skóla á grænni grein. Þá verða loftslagsbreytingar teknar sérstaklega fyrir og hvernig má vinna með þær innan hugmyndafræðinnar. Fundurinn verður gagnvirkur og einkennist af umræðum og hópavinnu, ásamt kynningum frá starfsfólki Landverndar.

Á fundinum fá skólar handbókina Á grænni grein til eignar en bókin er leiðarvísir um Skóla á grænni grein, sjálfbærnimenntun og grunnþætti aðalnámskrár. Hana má nálgast rafrænt á heimasíðu Skóla á grænni grein, sjá hér.

Skólar á grænni grein.pdf
Inngangur_landshlutafunda.pdf
loftslagsbreytingar landshlutafundir.pdf
Sjálfbærnimenntun.pdf
Skólar á grænni grein.pdf
umbreytandi nám landshlutafundir.pdf
Tögg
Landshlutafundir.jpg 

Vista sem PDF