Fréttir

Leikskólinn Steinahlíð fær Grænfánann

Grænfáninn Landvernd    18.5.2005
Grænfáninn Landvernd

Nýleg úttekt á starfsemi og rekstri leikskólans Steinahlíð í Reykjavík hefur leitt í ljós að skólinn hefur viðhaldið öflugu og markvissu starfi í þeim tilgangi að vernda umhverfið og efla þekkingu barnanna á náttúru og umhverfi. Þessu til vitnis hlaut skólinn í gær Grænfánann til næstu tveggja ára. Nýlega hlaut leikskólin Hálsakot í Reykjavík sömu viðurkenningu og bráðlega kemur röðin af leikskólanum Berg á Kjalarnesi.

 


Vista sem PDF