Grænfáninn - Skólar á grænni grein Opnun rafrænnar verkefnakistu og Grænfánaafhending í Fjölbrautaskólanum við Ármúla 22.1.2015 Katrín Magnúsdóttir 22.1.2015 Katrín Magnúsdóttir Fjölbrautaskólinn við Ármúla fékk Grænfánann afhentan í fimmta skipti við hátíðlega athöfn í skólanum þann 21. janúar en skólinn skráði sig til leiks árið 2005, fyrstur allra framhaldsskóla á landinu. Sigrún Magnúsdóttir, nýr umhverfis- og auðlindaráðherra, afhenti fánann og var það hennar fyrsta embættisverk. Á sama tíma var rafræn verkefnakista Skóla á grænni grein opnuð formlega. Verkefnakistan er vettvangur fyrir kennara til að skiptast á námsefni sem vel hefur tekist. Það var Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra sem opnaði kistuna. Hér er myndband af viðburðinum. Við athöfnina flutti Ómar Ragnarsson umhverfishugvekju og Reykjavíkurdætur spiluðu tvö lög. Myndir af viðburðinum má sjá hér. Tögg Fjölbrautarskólinn við Ármúla framhaldsskólar illugi gunnarsson menntamálaráðherra ómar ragnarsson reykjavíkurdætur sigrún magnúsdóttir Skólar á grænni grein umhverfisráðherra Vista sem PDF