Fréttir

Óskað eftir vinaskóla á Íslandi

Starfsmenn Grænfánans ásamt framkvæmdastjóra Landverndar fóru í afar skemmtilega ferð á ársfund Grænfánans í Wales í desember síðastliðnum. Komu þau heim full af eldmóði til að breyta og bæta Grænfánaverkefnið hér á landi, en einnig með tvær vinabeiðnir í farteskinu!

 

Tveir velskir skólar höfðu samband við okkur en þá langar til að eignast vinaskóla á Íslandi. Við leitum því að skólum sem hafa áhuga á að gerast vinaskólar þessara velsku Grænfánaskóla. Annars vegar er um að ræða skóla fyrir börn á aldrinum 11-18 ára og hinsvegar frá aldrinum 3-11 ára. Við hittum nemendur beggja skóla og þau voru ofboðslega skemmtileg, klár og umhverfislega þenkjandi. Það er sannarlega styrkur að eignast vinaskóla sem býr að svona flottum krökkum og hægt er að þróa Grænfánaverkefni þíns skóla á áhugaverðan hátt í slíku samstarfi.

 

Ef þinn skóli hefur áhuga á að fá fleiri upplýsingar, sendið póst á sigridur.bylgja@landvernd.is 

Tögg

Vista sem PDF