Fréttir

Grænfáninn Landvernd    15.10.2008
Grænfáninn Landvernd

Núna eru 23 grunnskólar skráðir í verkefnið Skólar á grænni grein og af þeim hafa 10 þegar fengið fána. Skráðir leikskólar eru 10 og af þeim hafa þrír fengið fána og sá fjórði bætist við þann 1. des. Þá ætlar umhverfisráðherra, Sigríður Anna Þórðardóttir, að afhenda leikskólanum Mánabrekku á Seltjarnarnesi Grænfána. Hann mun síðan blakta við skólann næstu tvö árin til marks um það hve gott starf þar fer fram á sviði umhverfismála og umhverfismenntar. Gert er ráð fyrir að fáninn verði dreginn að húni upp úr klukkan 10:30. Þá ætti að vera orðið sæmilega bjart úti á þessum skammdegismorgni – en óháð veðri og dagsbirtu verður örugglega sólskinsbros á hverju andliti krakkanna í Mánabrekku þennan dag.

Tögg

Vista sem PDF