Viltu komast á græna grein?

Þegar skólinn hefur verið skráður á græna grein hefst vinna við skrefin sjö, en þau eru eftirfarandi: 

 

 

  • 1. skref: Stofna umhverfisnefnd 
  • 2. skref: Meta stöðu umhverfismála innan skólans 
  • 3. skref: Gera áætlun um aðgerðir og markmið til umhverfisbóta í skólanum
  • 4. skref: Sinna stöðugu eftirliti og endurmati á þeim markmiðum sem sett voru 
  • 5. skref: Upplýsa nemendur og starfsmenn um sjálfbærni og umhverfismál og tengja vinnuna grunnþáttum aðalnámskrár
  • 6. skref: Kynna stefnu sína út á við og vinna að sameiginlegum verkefnum með foreldrum og nærsamfélagi
  • 7. skref: Setja skólanum umhverfissáttmála

Þegar þessi skref hafa verið stigin getur skólinn sótt um að fá grænfánann. Skólinn getur tekið sér þann tíma sem hann vill til að ná þessum markmiðum en ágætt er að miða við tvö ár. 

Skólar á grænni grein geta sótt ráðgjöf til Landverndar um allt sem lýtur að þessu starfi. Skólar á grænni grein og grænfánaskólar mynda tengslanet, eiga samstarf og skiptast á upplýsingum. 

Gjald fyrir hvert skólaár er 135 krónur á hvern nemanda skólans en þó að lágmarki 25.000 kr. á skóla og að hámarki 95.000 kr. Ef skólar eru á fleiri en einni starfsstöð, eru greiddar 15.000 krónur fyrir hverja starfsstöð en hámarksgreiðslan aðeins greidd einu sinni.

Landvernd sendir skólunum reikninga fyrir árgjaldinu.