Menntun til sjálfbærni

Hugmyndir og hjálpargögn

Skólar á grænni grein eru stærsta innleiðingartæki menntunar til sjálfbærni í heiminum í dag. Á þessari síðu má finna námsefni sem tengist þemum verkefnisins á einhvern hátt. Í Skólum á grænni grein á Íslandi leynist mikill mannauður og deilum við hugmyndum sem reynst hafa vel í skólum um allt land. 

Innleiðing menntunar til sjálfbærni í íslenskt menntakerfi: Björg Pétursdóttir

Katrín Magnúsdóttir    12.12.2013
Katrín Magnúsdóttir

Björg Pétursdóttir, deildarstjóri hjá mennta- og menningarmálaráðuneyti, flutti erindi um innleiðingu menntunar til sjálfbærni í íslenskt menntakerfi. Í erindinu fjallar hún um mikilvægi menntunar til sjálfbærni fyrir menntakerfið í heild þar sem hún eykur getu nemenda til aðgerða og þátttöku sem virkir borgarar, enda lýðræði mikilvæg stoð í menntun til sjálfbærni. Hún benti fólki jafnframt á rit og heimasíður um grunnþætti menntunar sem ráðuneytið hefur gefið út til að auðvelda þessa innleiðingu. 

Tögg

Vista sem PDF