Menntun til sjálfbærni

Hugmyndir og hjálpargögn

Skólar á grænni grein eru stærsta innleiðingartæki menntunar til sjálfbærni í heiminum í dag. Á þessari síðu má finna námsefni sem tengist þemum verkefnisins á einhvern hátt. Í Skólum á grænni grein á Íslandi leynist mikill mannauður og deilum við hugmyndum sem reynst hafa vel í skólum um allt land. 

Margrét  Hugadóttir    5.1.2017
Margrét Hugadóttir

Það er ekki amalegt að geta endurnýtt mandarínukassa fyrir þreytta bangsa. Í Háaleitisskóla í Reykjavík endurvinna nemendur í 4. bekk mandarínukassa sem tæmdust um jólin. Krakkarnir sauma sér bangsa og útbúa rúm úr mandarínukassa, sem þeir skreyta og mála. Verkefnið er leitt af Fjólu Borg Svavarsdóttur grunnskólakennara. Hér má lesa frétt um verkefnið sem birtist í Fréttablaðinu þann 2. janúar sl. Sjá hér.

Við minnum á Grænfánaráðstefnu þann 10. febrúar. 

Háaleitisskoli_Bangsarikassa.jpg 

Vista sem PDF