Menntun til sjálfbærni

Hugmyndir og hjálpargögn

Skólar á grænni grein eru stærsta innleiðingartæki menntunar til sjálfbærni í heiminum í dag. Á þessari síðu má finna námsefni sem tengist þemum verkefnisins á einhvern hátt. Í Skólum á grænni grein á Íslandi leynist mikill mannauður og deilum við hugmyndum sem reynst hafa vel í skólum um allt land. 

Tenging Grænfánaverkefnisins við nýja aðalnámskrá í Skotlandi

Katrín Magnúsdóttir    12.12.2013
Katrín Magnúsdóttir

Fyrirlestur Kristen Leask, fyrrum verkefnisstjóra Grænfánaverkefnisins í Skotlandi, fjallar um tengingu verkefnisins við nýja aðalnámskrá í Skotlandi en menntun til sjálfbærrar þróunar er einn af kjörnum eða grunnþáttum þeirrar námskrár. Hún talar um að grænfánaverkefnið gegni þar lykilhlutverki í því að ná fram markmiðum menntunar til sjálfbærni en þar eru 98% skóla skráðir í verkefnið.

Tögg

Vista sem PDF